Hoppa yfir valmynd

Hugtakasafn þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins

Leitarorð Leitartungumál
Nánari leit  |  Fletting sviða

Hugtakasafn : Eitt hugtak
ÍSLENSKA
matsaðili
ENSKA
valuer
Svið
lagamál
Dæmi
[is] Áður en lánastofnanir fjárfesta, og eins og við á eftir fjárfestingu, skulu þær, að því er varðar hverja einstaka verðbréfaða stöðu þeirra, geta sýnt lögbærum yfirvöldum fram á að þær hafi yfirgripsmikla og ítarlega þekkingu á og hafi innleitt formlega málsmeðferð og verklagsreglur, sem eiga við veltubók og viðskipti utan veltubókar og eru í samræmi við áhættusnið fjárfestinga í verðbréfuðum stöðum, við greiningu og skjalfestingu:

a) á birtum upplýsingum, skv. 1. mgr., frá útgefanda og umsýsluaðila til að tilgreina hreina hlutdeild í eigin fé sem þær viðhalda á áframhaldandi grundvelli í verðbréfuninni,
b) á áhættueinkennum á einstökum, verðbréfuðum stöðum,
c) á áhættueinkennum áhættuskuldbindinganna sem liggja til grundvallar verðbréfuðu stöðunni,
d) á orðspori og tapreynslu af fyrri verðbréfunum útgefanda eða umsýsluaðila í viðkomandi flokkum áhættuskuldbindinga, sem eru grundvöllur verðbréfaðrar stöðu,
e) á yfirlýsingum og birtum upplýsingum útgefanda eða umsýsluaðila, eða umboðsaðila eða ráðgjafa þeirra, varðandi áreiðanleikakönnun á verðbréfuðu áhættuskuldbindingunum og, eftir atvikum, á gæðum trygginga vegna verðbréfaðra áhættuskuldbindinga,
f) eftir atvikum, á aðferðum og hugtökum, sem virðismat á tryggingum vegna verðbréfaðra áhættuskuldbindinga byggist á, og stefnum, sem innleiddar eru af útgefanda eða umsýsluaðila til þess að tryggja óhæði matsaðila og ...


[en] Before investing, and as appropriate thereafter, credit institutions, shall be able to demonstrate to the competent authorities for each of their individual securitisation positions, that they have a comprehensive and thorough understanding of and have implemented formal policies and procedures appropriate to their trading book and non-trading book and commensurate with the risk profile of their investments in securitised positions for analysing and recording:

(a) information disclosed under paragraph 1, by originators or sponsors to specify the net economic interest that they maintain, on an ongoing basis, in the securitisation;
(b) the risk characteristics of the individual securitisation position;
(c) the risk characteristics of the exposures underlying the securitisation position;
(d) the reputation and loss experience in earlier securitisations of the originators or sponsors in the relevant exposure classes underlying the securitisation position;
(e) the statements and disclosures made by the originators or sponsors, or their agents or advisors, about their due diligence on the securitised exposures and, where applicable, on the quality of the collateral supporting the securitised exposures;
(f) where applicable, the methodologies and concepts on which the valuation of collateral supporting the securitised exposures is based and the policies adopted by the originator or sponsor to ensure the independence of the valuer; and ...


Rit
[is] Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/111/EB frá 16. september 2009 um breytingar á tilskipunum 2006/48/EB, 2006/49/EB og 2007/64/EB að því er varðar banka sem tengjast miðlægum stofnunum, tiltekna þætti eigin fjár, stórar áhættuskuldbindingar, fyrirkomulag eftirlits og áfallastjórnun

[en] Directive 2009/111/EC of the European Parliament and of the Council of 16 September 2009 amending Directives 2006/48/EC, 2006/49/EC and 2007/64/EC as regards banks affiliated to central institutions, certain own funds items, large exposures, supervisory arrangements, and crisis management

Skjal nr.
32009L0111
Orðflokkur
no.
Kyn
kk.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira